Færsluflokkur: Bloggar

Foreldrafundur

Heil og sæl öll

 

Við viljum byrja á að segja ykkur að haustið hefur farið mjög vel af stað hjá okkur og hlökkum við þjálfararnir mikið til tímabilsins.

 

Foreldrafundur fyrir alla foreldra og forráðamenn í 6.flokki karla verður haldinn í félagsheimili KR þriðjudaginn 11.október klukkan 19:00.Þar verður tímabilið fram undan kynnt og ýmsar upplýsingar koma fram.Það verður heitt á könnunni og vonandi komast sem allra flestir.

 

KR Kveðja.Atli og Daði


Lið og tímar fyrir Gróttumót

Heil og sæl öll.

Laugardaginn næsta þann 13.ágúst fer fram Gróttumót á nýja gervigrasinu á Seltjarnarnesi og við KR ingar sendum 9 lið á mótið (5manna bolti).Leikið er í þremur hollum og 6 styrkleikaflokkum.Mótsgjald er 1500kr á haus og inni í því auk þáttöku er einhver hressing eftir mót og glaðningur.Hér að neðan koma svo liðin og tímasetningar.Við köllum liðin okkar bara KR1 KR2 og koll af kolli upp í KR9.

 

KR1 og KR2 spila í Frönsku deildinni og byrja að spila 13:20 og mæta 13:00 móti lýkur svo hjá þeim um 15:20.

KR1:Lars,Arnar Kári,Hannes,Konráð,Jakob og Jón Ívar.

KR2:Óðinn,Ottó,Níels,Gísli og Gunnar Magnús.

 

KR3 spilar í Hollensku deildinni en er í sama holli og byrjar að spila 13:20 mæta 13:00 og móti lýkur um 15:20.

KR3:Tryggvi,Antonie,Hjálmar,Hilmir P og Jökull.

 

KR4 og KR5 spila í Þýsku deildinni og byrja að spila 11:10 og mæta 10:50 móti lýkur svo um 13:10.

KR4:Patryk,Magnús Valur,Auðunn,Kristinn Kolur og Atli Heiðar.

KR5:Erlendur,Jón Arnar,Jón Ernir,Logi og Kristján Þorbergur.

 

KR6 spila í Íslensku deildinni en er í sama holli og byrja að spila 11:10 mæta 10:50 og móti lýkur um 13:10.

KR6:Hlynur,Jón Breki,Þorkell Breki,Fjölnir og Þórður Magnús.

 

KR7 og KR8 spila í Ensku deildinni og byrja að spila 09:00 og mæta 08:40 móti lýkur svo um 11:00.

KR7:Kári Ben,Þór Óli,Viktor Óli,Trostan og Siggi P.

KR8:Kári Kj.,Boyan,Þorsteinn Máni,Matthías,Atli Hrafn og Óli Venna.

 

KR9 spila í Spænsku deildinni en eru í sama holli og byrja að spila 09:00 mæta 08:40 og móti lýkur um 11:00.

KR9:Tómas F,Óli Rób,Stefán Borgar,Lúkas og Snorri G.

 

Mikilvægt að allir komi á réttum tíma með Góða skapið að vopni.Hlökkum til að sjá ykkur á Laugardag.

Kv.Þjálfarar


Mót 13.ágúst

Heil og sæl öll

 

Nú er flokkurinn kominn aftur á fullt eftir sumarfrí og vona ég að allir hafi haft það sem best.

Laugardaginn 13.ágúst ætlum við að fara á mót útá Seltjarnarnesi þar sem munu taka þátt auk okkar lið Gróttu,Stjörnunnar og Þróttar Rvk.Leikinn verður 5 manna bolti og verður hvert lið á svæðinu í um 2-3 tíma.Þáttökugjaldið verður í kringum 1500kr á haus sem greiðist bara á staðnum.Vonandi komast sem allra flestir á þetta mót því við lofum mikilli skemmtun.Skráning fer fram í atugasemdarkerfinu fyrir neðan þessa færslu og þið setjið bara nafn og fæðingarár drengsins.Skráningarfrestur er til 10.ágúst.Við látum svo vita af öllum frekari upplýsingum þegar þær berast.

 

KR Kveðja

Atli

 

 


Lið og tímar fyrir leiki í Garðabæ

Heil og sæl öll.

Eins og fram kom um daginn spilum við leiki á Samsungvellinum í Garðabæ laugardaginn 4.júní.Álftanes hefur bæst við þannig að það verða KR,Stjarnan og Álftanes sem spila.

Við erum með 4 lið á yngra ári(5manna bolti) og 4 lið á eldra ári (7manna bolti) við náum ekki að manna öll yngra árs liðin og því verða nokkrir af eldra ári sem spila með þeim líka.

Yngra árs liðin eru eftirfarandi og mæta þau öll eigi síðar en 13:30 á stjörnuvöll og spila frá 14:00-15:00

 

KR1:Ari,Auðunn,Kristinn Kolur,Jón Arnar og Jón Ernir.

KR2:Tryggvi,Adam,Þorkell Breki,Atli Heiðar og Boyan.

KR3:Hlynur,Kári Kj,Stefán Snær,Salvador og Atli Hrafn.

KR4:Tómas F,Jóakim,Elías,Magnús Andri og Ólafur Helgi.

 

Eldra árs liðin eru eftirfarandi og mæta annars vegar KR3 og KR4 klukkan 14.40 og spila 15:10-16:00 og KR1 og KR2 mæta 15:30 og spila 16:00-17:00

KR1:Lars,Hannes,Konráð,Jón Ívar,Jakob,Ottó og Gísli Örn.

KR2:Óðinn,Dagur,Níels,Hilmir P,Gunnar M,Antonie og Hjálmar.

KR3:Ari,Hrafn Ingi,Jökull,Siggi P,Adam,Þorkell Breki og Jón Breki.

KR4:Hlynur,Tryggvi,Trostan,Þór Óli,Snorri G,Friðrik Darri,Tómas F og Viktor Óli.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í blíðunni.

KR kveðja Þjálfarar


Æfingaleikur 4.Júní

Heil og sæl öll.

Okkur hefur verið boðið að spila leiki við Stjörnuna á Samsungvellinum í Garðabæ Laugardaginn 4.Júní.Yngra árið (2007) myndi spila frá 14:00-15:00 mæta 13:30.

Eldra árið yrði tvískipt þ.e KR3 og KR4 myndu spila frá 15:10 til 16:00 mæta 14:40 og KR1 og KR2 frá 16:00-17:00 mæta 15:30.

Vonandi komast sem flestir því þetta er skemmtilegt og gott verkefni fyrir okkur.Skráning fer fram í athugasemdakerfinu fyrir neðan þessa færslu og er skráningarfrestur út fimmtudaginn 2.júní.Liðin þá tilkynnt morguninn 3.júní 

 

KR kveðja.Atli


Vinamót 2016 í Þorlákshöfn

Sæl öll,

Skráning hér fyrir neðan YNGRA ÁR eingöngu.

Vonandi skemmtu allir sér vel í Hafnarfirði um helgina. Skemmtilegt mót og stóðu strákarnir allir sig með mikilli prýði.

En þá er komið að því stærsta verkefni yngra ársins á þessu ári og er nú komið að því að hefja skráningu á Vinamótið 2016 fyrir þá sem eru á yngra ári í 6. flokk. Eins og fram kom á foreldrafundi sem haldinn var sl. haust fer yngra árið þ.e. 2007 árgangurinn á vinamót sem haldið er í Þorlákshöfn.

Mótið er haldið helgina 27.-29. maí nk. og eru foreldrar því beðnir um að taka þann tíma frá.

Mótið verður haldið í Þorlákshöfn 27.-29. maí, föstudagur til sunnudags. Að þessu sinni verða það Fylkir, FH, KR og Víkingur sem senda lið á mótið. Reiknað er með að hvert lið sendi rúmlega 30 stráka þannig að þarna verða um 130 keppendur ásamt aðstandendum og má búast við miklu fjöri.

Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en fyrir þá sem ekki þekkja til Vinamótsins þá er á föstudeginum öllum strákunum skipt saman í lið, þannig að hvert lið innihaldi bæði Fylkismenn, FH-inga, KR-inga og Víkinga. Liðin eru svo nefnd eftir landsliðum. Þessi lið (vinalið) keppa svo saman í knattþrautum á föstudeginum og svo á Evrópumóti á laugardeginum. Að loknum laugardeginum hafa strákarnir eignast nýja vini úr hinum liðunum sem þeir munu hitta aftur og aftur á komandi mótum. Á sunnudeginum keppa svo strákarnir með sínu félagi gegn vinum sínum í FH, Fylki, Víkingi.

Strákarnir gista í tvær nætur í grunnskólanum í Þorlákshöfn ásamt fararstjórum úr hópi foreldra.

Heildarþátttökugjald er 15.000 kr. Innifalið í verði fyrir þátttakendur eru 4 heitar máltíðir, 1 á föstudag, 2 á laugardag og 1 á sunnudag. Einnig morgunmatur laugardag og sunnudag. Aðstandendum mun einnig standa til boða að kaupa sér máltíðir á viðráðanlegu verði.

Á laugardagskvöld verður kvöldvaka í íþróttahöllinni. Frítt verður í sund alla helgina fyrir 16 ára og yngri. Ægismenn munu verða með veitingasölu og sjoppur á mótssvæðinu. Tjaldstæði í Þorlákshöfn verða opin fyrir aðstandendur.

Við munum svo þegar nær dregur birta ítarlegri upplýsingar og dagskrá og halda upplýsingafund.

Við viljum biðja foreldra að skrá strákana til þátttöku eigi síðar en 20. apríl nk. á bloggsíðunni og jafnframt greiða 5000 kr. staðfestingargjald inn á reikning nr. 311- 13- 456 kt. 270378-5529 (eigandi Egill Þorvarðarson) og muna að setja nafn drengs í skýringu og senda kvittuna á netfang flokksins 6.flokkskr@gmail.com .Þeir sem tóku þátt í dósasöfnun í byrjun mars geta nýtt þann pening sem greiðslu fyrir staðfestingargjald og sleppa því með 500 kr. greiðslu nú ;)

kv. Valþór og Hrefna

 


Lið og tímar fyrir Lemon Mót FH

Heil og sæl öll 

Nú erum við búnir að raða í 9 lið fyrir mótið sem fram fer á sunnudaginn.Þar er spilað í 6 deildum og erum við KR ingar því með 2 lið þremur af þeim og 1 lið í þremur af þeim.Mótið fer fram í Risanum við Kaplakrika og eru lið og tímasetningar eftirfarandi.

 

Enska deildin spilar frá 9:00-11:20 og erum við með 2 lið í henni sem mæta ekki síðar en 8:35

KR1:Lars,Arnar Kári,Hannes,Konráð og Jón Ívar.

KR2:Óðinn,Níels,Gísli Örn,Ottó og Jakob.

 

Spænska deildin spilar frá 9:00-11:20 og erum við með 2 lið í henni sem mæta ekki síðar en 8:35

KR1:Ari,Gunnar Magnús,Hilmir P,Antonie og Tristan Alex.

KR2:Hlynur,Dagur,Óliver Nói,Jökull Ari,Óskar og Sölvi.

 

Ítalska deildin spilar frá 11:30-13:50 og erum við með 1 lið í henni sem mætir ekki síðar en 11:05

KR:Jóhann Jökull,Hjálmar,Ísar,Fjölnir,Auðunn og Logi Finns.

 

Þýska deildin spilar frá 11:30-13:50 og erum við með 1 lið í henni sem mætir ekki síðar en 11:05

KR:Kristinn Kolur,Magnús Valur,Jón Arnar,Jón Ernir,Tómas Aron og Atli Heiðar.

 

Franska deildin spilar frá 14:00-16:20 og erum við með 2 lið í henni sem mæta ekki síðar en 13:35

KR1:Atli Hrafn,Óli Venna,Þorsteinn Máni,Oddur Alvar,Stefán Snær og Kári Kj.

KR2:Tómas F,Kári B,Snorri G,Friðrik Darri,Adam og Þorkell Breki.

 

Íslenska deildin spilar frá 14:00-16:20 og erum við með 1 lið í henni sem mætir ekki síðar en 13:35

KR:Atli Dagur,Matthías,Ólafur Helgi,Elías,Þór Óli og Stefán Borgar.

 

sjáumst hress og kát á sunnudag

KR kveðja 

Þjálfarar


FH Mót

Heil og sæl öll.

Fyrst vil ég þakka öllum sem voru með okkur á Goðamótinu fyrir frábæra ferð í alla staði og einnig  vona ég að allir hafi átt gott páskafrí.

Alvogenmótið sem við KR ingar ætluðum að halda í Apríl mun ekki fara fram og verður frestað fram á haust og því mun flokkurinn taka þátt í öðru móti hjá FH Lemon Mótinu þann 10.apríl.Mótið fer fram í Risanum (knattspyrnuhús) í Kaplakrika og er leikinn 5 manna bolti.Það kostar 2000 kr á mann að taka þátt sem greiðist á staðnum og inní því auk þáttöku er glaðningur og verðlaunapeningur.Hvert lið er á staðnum í um 1-2 tíma.Skráning fer fram í athugasemdarkerfinu hér að neðan þið megið endilega setja inn nafn og fæðingarár drengsins.Skráningu lýkur Sunnudaginn 3.Apríl og lið verða tilkynnt strax Mánudaginn 4.Apríl.Við viljum biðja ykkur að virða skráningarfrestinn takk.

Vonandi koma sem allra fletir með í þetta verkefni.

KR kveðja.

Atli.

7878226


Goðamót lið

Heil og sæl öll

Þá eru liðin 7 klár fyrir Goðamót.Við höfum enn ekki fengið leikjaplan eða nöfn á deildum sem liðin munu spila í og því heita liðin bara KR 1-7 við munum svo senda upplýsingar um hitt um leið og þær koma.Sniðugt væri ef foreldrar drengjanna í liðunum myndu svo tala saman og skipta með sér hlutverkum s.s hverjir verða liðstjórar,næturverðir,nestisstjórar og koll af kolli.

 

KR1:Lars,Konráð(f),Arnar Kári,Hannes,Ottó,Jakob og Jón Ívar.

KR2:Óðinn,Níels(f),Gunnar Magnús,Dagur,Óliver Nói,Gísli Örn og Hilmir P.

KR3:Ari(f),Antonie,Fjölnir,Þórður Magnús,Jón Arnar,Magnús Valur og Jón Ernir.

KR4:Tryggvi,Sölvi(f),Ísar,Jóhann Jökull,Hjálmar og Hrafn Ingi.

KR5:Hlynur,Tómas Aron(f),Auðunn,Kristinn Kolur,Logi,Þorsteinn Máni og Atli Heiðar.

KR6:Tómas F,Adam,Kári Ben,Viktor Óli,Þorsteinn Þ,Stefán Borgar og Jón Breki(f).

KR7:Kolbeinn,Óli Venna,Kormákur Ari(f),Buyan,Magnús Andri,Oddur Alvar og Gunnar Jarl.

 

Þetta verður gargandi snilld Áfram KR

Kv.Atli,Daði og Margeir.


Breyttur fundartími

Sæl öll

Fundurinn vegna Goðamóts sem átti að vera á þriðjudaginn klukkan 18:00 hefur verið færður til fimmtudags 11.Feb vegna Sprengidags.

 

Kær kveðja Atli


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband