Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Keflavíkurmótið 3. nóvember - Eldra ár.

Góða kvöldið kæru foreldrar og leikmenn.

Núna erum við loksins búnir að fá lokasvar frá Keflavík og niðurstaðan er sú að við fáum 6 lið á mótið. Það hentar betur fyrir eldra árið vegna fjölda á hvoru ári hjá okkur. Niðurstaðan er því sú að eldra árið fer á Keflavíkurmótið 3. nóvember og yngra árið fer á Njarðvíkurmótið 20. janúar.

Keflavíkurmótið er spilað í nokkrum hollum og hvert holl er á mótsstað í tvo klukkutíma. Fyrsta holl er klukkan 8-10 og síðasta holl er frá 16-18. Þátttökugjald á mótið er 1500 krónur og innifalið í því eru 5 leikir, pizzuveisla og verðlaunapeningur. Mótið fer fram í Reykjaneshöllinni.

Því viljum við biðja foreldra á eldra ári að skrá sína drengi á mótið, getið bæði gert það hérna á blogginu og eða sent okkur tölvupóst á netfang flokksins, 6.flokkur.0304.kr@gmail.com.

Með bestu kveðju, þjálfarar.


Fjáröflun 6.flokks KR

 Við ætlum að vera með sölu á klósettpappír og eldhúsrúllum í okt/nóv.
 
Nú á næstu dögum skulu þeir strákar sem ætla að taka þátt í þessari fjáröflun ganga í hús eða/og hringja til ættingja og vina taka niður sölutölur.  
 
Í boði verður tvenns konar klósettpappír og ein tegund af eldhúsrúllum 
     
1. Lúxus WC pappír, 3ja laga 36 rúllur (26m.)   -  4000 kr   (hver strákur fær 1200 kr)

2. WC hvítt natur, 48 rúllur (24m.) - 2500 kr   ( hver strákur fær 1000 kr)

3. Eldhúsrúllur hvítar 15 rúllur – hálfskorin blöð (24m.) –    3000 kr   (hver fær 1000kr.)
 

  • Föstudaginn 2.nóvember skal skila sölutölum á bloggið - í athugasemdir undir færslunni. http://6-flokkurkr.blog.is/blog/6-flokkurkr/
  • Föstudaginn 9.nóvember skal leggja upphæðina inná reikning.
  • Miðvikudaginn 14.nóvember skulu foreldrar nálgast pappírinn út í KR kukkan 17:00- 18:00 

Greiða inn á reikning 513-14-603488, kt: 050578-3489 (Styrmir Óskarsson) fyrir pöntuninni og setja nafn stáks sem tilvísun/skýringu. Senda greiðslukvittun í tölvupósti á fotboltikr2004@gmail.com

Einungis verður lögð inn pöntun til söluaðila fyrir borgaða balla.
 
kv.Anna og Þórdís

P.s. Þeir sem hafa ekki fengið póst vegna fjáröflunar stráka fædda 2004 vinsamlegast sendið póst á fotboltikr2004@gmail.com og ég bæti ykkur á póstlistann.


Pöntun á merktum fatnaði fyrir strákana frá 66°

 

Það hafa nokkrir foreldrar spurt um fatnaðinn frá 66°, hvort við munum panta þaðan fyrir strákana. Síðastliðin tvö ár hefur þetta verið mjög seint á ferðinni svo ég hef ákveðið að ganga í þetta snemma á þessu tímabili.

 

Við höfum fengið tilboð frá 66° á sama fatnaði og síðastliðið ár. 

 

Rán light jakki (vind- og vatnsheldur renndur jakki)            verð 7.130,-

Merktur KR og nafni

Rán light buxur (vind- og vatnsheldar buxur)                         verð 5.375,-

Merktar með nafni

Frigg zip neck peysa (Flís peysa)                                                 verð 6.315,-

Merkt KR og nafni

Frigg tights buxur (Flís buxur)                                                      verð 4.490,-

ATH ómerktar

Húfakolla með uppá broti                                                               verð 2.125,-

Merkt KR  og nafni

Húfukolla einföld                                                                               verð 1.745,-

Merkt KR og nafni

 

Stærðirnar eru: 128 – 140 – 152 – 164

 

Allar flíkurnar eru svartar að lit og eru merkingar bróderaðar í fatnaðinn.  Hægt er að skoða flíkurnar á www.66north.is

 

Til þess að panta þarf að:

 

1.      Senda eftirfarandi upplýsingar á fotbolti2003@gmail.com

 

1.      Nafn stráks

2.      Hvaða flík /flíkur ætla ég að panta

3.      Í hvaða stærð á flíkin að vera 

4.      Hvaða nafn á að fara á flíkina

5.      Nafn greiðanda

 

2.      Greiða inn á reikning: 512 – 26 – 2876  kennitala: 280875-3259  fyrir pöntuninni og setja nafn stráks sem tilvísun/skýringu.

ATH það verður eingöngu pantað þegar greiðsla hefur borist!

 

3.      Senda kvittun í tölvupósti um greiðslu

 

 

Fatnaðurinn verður svo afhentur í Frostaskjóli um leið og hann kemur í hús. 

 

Síðasti dagur til að ganga frá pöntun og greiða er 9.nóvember 2012

 

 

KR kveðja

Dóra


Frí mánudaginn 22. október

Kæru foreldrar.

Vegna vetrarfría í Grunnskólum Reykjavíkur ætlum við að gefa frí á æfingu mánudaginn 22. október og því er næsta æfing miðvikudaginn 24. október.

Kveðja, þjálfarar.


Keflavíkurmótið - 3. nóvember.

Kæru foreldrar.

Við þurfum að færa ykkur þær fréttir að þegar við höfðum samband við Keflavík var orðið fullt á mótið hjá þeim á fyrsta degi skráningar og erum við fyrsta lið á biðlista. Nýjustu fréttir eru þær að þrjú pláss eru laus á mótið en ekki voru öll lið búnir að staðfesta liðafjölda hjá sér og því enn von um að fleiri pláss losni. Því erum við þjálfarnir að pæla í að leysa þetta á þann hátt að senda annan árganginn á Keflavíkurmótið 3. nóvember og hinn árganginn á Njarðvíkurmótið eftir áramót. Við ætlum að hafa samband við þá í Keflavík strax eftir helgi og sjá hvort fleiri pláss hafi ekki losnað. Því erum við að stefna að því að taka ákvörðun um miðja næstu viku hvort við sendum yngra eða eldra árið á Keflavíkurmótið. Sú ákvörðun mun byggjast á hvaða liðafjölda okkur verður úthlutað. Ef við fáum ekki nema 3 lið á mótið þá mun yngra árið fara til Keflavíkur því sá árgangur er fámennari.

Með bestu kveðju, þjálfarar.


Æfingaleikur við Fram út á gervigrasinu í KR þann 13.okt ( laugardagur )

Æfingaleikurinn við Fram verður spilaður út á gervigrasinu í KR. Æfingaleikurinn verður spilaður frá kl: 10:00 - 12:00. Yngra árið spilar frá kl 10:00 - 11:00 en eldraárið mun spila frá kl 11:00 - 12:00.

Yngra árið á að mæta út á gervigrasið í KR kl 09:30 fyrir leik.
Eldra árið á að mæta út á gervigrasið í KR kl 10:30 fyrir leik.

Mikilvægt er að strákarnir mæti vel klæddir í æfingaleikinn því hann er spilaður úti á gervigrasinu. Æskilegur fatnaður fyrir leik er: KR peysa , síðar fótboltabuxur, fótboltasokkar, legghlífar, húfa, vettlingar og sokkabuxur.

Vinsamlega skráið strákana í kommentum við þessa frétt. Skráningafrestur fyrir æfingaleikinn er til föstudagsins 12.okt kl: 19:00.

Kveðja: Óskar og Haukur þjálfarar


ÆFINGALEIKUR Í STAÐ MÓTS

Sæl öllsömul.

Ég hef ekki getað svarað ykkur varðandi bakstur og vaktir fyrir fótboltamótið þann 13.október því það hefur verið tvísýnt um mótið í nokkra daga núna og það kom í ljós í dag að það getur því miður ekkert orðið af mótinu.

Það er í raun allt tilbúið nema það vantar lið. Þjálfararnir eru búnir að senda tölvupósta og hringja út um allt og fengu í byrjun mjög jákvæð svör en aldrei staðfestingar. Nú er staðan þannig að það eru bara Þróttarar búnir að staðfesta komu sína svo við munum ekki geta haldið mótið eins og við lögðum upp með, þess í stað ætla Óskar og Haukur að athuga hvort Þróttarar séu ekki tilbúnir að koma og spila æfingaleiki við okkur milli 10 og 12 á laugardaginn þar sem við eigum pantaðan gervigrasvöllinn.

Við viljum gjarnan reyna aftur og stefna á mót í vor og hefja undirbúning mun fyrr. Það er líklegt að flestir hafi verið búnir að skipuleggja haustið áður en liðin fóru í pásu, en flest lið eru með flokkaskiptingar mánaðarmótin september/október en við í KR vorum með flokkaskiptingar um mánaðarmótin ágúst/september.

Það verður því ekkert mót laugardaginn 13.október en við stefnum vonandi samt á æfingaleik við Þróttara 10:00 - 12:00 sama dag.

Okkur langar að þakka öllum frábærar viðtökur við bakstri og undirbúningi fyrir mótið og vonum að við getum stólað á ykkur líka í vor þegar við gerum aðra tilraun.

Það er líka spurning hvort við flytjum þá áheitaboltann í janúar ef við reynum að halda mót í apríl, við ætlum að skoða það.

Kveðja Dóra


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband