Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Goða og Njarðvíkurmót

Heil og sæl öllsömul.

Nú hefur farið fram kosning vegna Goðamótsins á Akureyri og niðurstaðan varð sú að rúmur meirihluti kaus með því að fara norður eða um 60 prósent og því höfum við nú skráð okkur til leiks.Mótið fer fram í Boganum á Akureyri helgina 11.-13.mars.Þáttökugjald á hvern þáttakenda er 10.500 kr og verður auglýst betur hvenær og hvert það greiðist.Innifalið í gjaldinu auk þáttökunnar er gisting í tvær nætur í skólastofu,kvöldverður á föstudegi og laugardegi,morgunverður laugardag og sunnudag og hádegisverður laugardag og sunnudag og frítt í sund.Síðustu ár hefur verið farið á einkabílum norður og að svo stöddu er gert ráð fyrir því aftur núna.Við munum taka fund snemma í febrúar til að fara yfir þetta betur með þeim sem ætla sér að taka slaginn sem ég vona að verði sem flestir því þetta er frábært verkefni fyrir flokkinn og alltaf gaman að heimsækja Akureyri.Við hefjum skráningu hér með og hvet ég fólk til að skrá sig sem fyrst eða fyrir 30.janúar þannig að við getum sent þeim staðfestan fjölda sem fyrst.Útskýring á skráningu neðst í færslunni.

 

Njarðvík:Eins og áður hefur komið fram er yngra árið 2007 á leið á Njarðvíkurmótið sunnudaginn 7.febrúar í Reykjaneshöll.Þetta er dagsmót og kostar á bilinu 2000-2500 að taka þátt sem greiðist bara á staðnum á mótsdag innifalið er auk þáttöku verðlaun og hressing að móti loknu.Leikjaplan hefur ekki enn verið gefið út en hver keppandi er í ca tvo-þrjá tíma á staðnum.

Skráning á bæði þessi mót fer fram í athugasemdarkerfinu fyrir neðan þessa færlu.Ef leikmaður er fæddur árið 2006 þá skráiði hann bara með nafni og fæðingarári en ef leikmaður er fæddur árið 2007 þá setjiði nafn og það eða þau mót sem þið skráið hann á.t.d Jón 2007 bæði mótin eða Jón 2007 Goðamót.

Vonandi skilst þetta og sem flestir skrái sig í þessi verkefni.

 

KR Kveðjur fyrir hönd þjálfara.

Atli Jónasson

s:7878226

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband