Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Október að verða búinn

Sæl öll

Þá er október mánuður að verða búinn og farið að kólna verulega úti.

Strákarnir eru búnir að vera mjög duglegir að æfa í mánuðinum og mætingin mjög góð! Við höfum verið að vinna talsvert í sendingum og móttöku og hafa strákarnir tekið miklum framförum í því síðustu vikur. Við munum halda því áfram og reyna að bæta okkur ennþá frekar.

Við erum komnir með frábæran aðstoðarþjálfara, hann Margeir, og mun hann verða með okkur í vetur. Það gerir það að verkum að æfingarnar ættu að verða skilvirkari og allir að fá meira út úr þeim. Eins og sagt var á fundinum þá er unnið á flestum æfingum á stöðvum þar sem strákarnir eru 8-12 mínútur á hverri stöð og yfirleitt er alltaf eitthvað spil

Í nóvember er verið að skoða málin með æfingaleik á höfuðborgarsvæðinu en það er alveg kominn tími fyrir strákana að fá að spila :) Við látum ykkur vita um leið og eitthvað kemur út úr því sem verður vonandi sem fyrst.

Eitt sem ég vill minna alla á, og það er að við brýnum fyrir drengjunum nauðsyn þess að við komum vel fram við félaga okkur. Það er fátt leiðinlegra en að heyra menn hreyta ónotum hver í annan á æfingum og auðvitað reynum við að koma í veg fyrir það þegar við heyrum slíkt. Þetta hefur ekki verið mikið en ég hef samt aðeins heyrt af því og við munum taka á því. Ég mun ræða við strákana í dag en einnig held ég að það sé fínt að menn ræði þetta heima, svona bara almennt, hvað er mikilvægt að allir komi vel fram við aðra hvort sem er í leik, æfingu, skólanum eða bara hvar sem er.

Að lokum vil ég brýna fyrir öllum að koma klæddir eftir aðstæðum á æfingar, því það er fátt leiðinlegra en að vera á æfingu og að drepast úr kulda.

kveðja,

Doddi, Atli og Margeir 


Foreldrafundur þriðjudaginn 7.október kl:20:00 - Taktu kvöldið frá

Sæl Öll 

Foreldrafundur hjá 6.flokki KR í knattspyrnu verður haldin Þriðjudaginn 7.október kl:20:00 í félagsheimilinu í Frostaskjóli.


Efni fundarins verður m.a. 

Þjálfarar verða til sýnis :)

Farið verður yfir æfingaskipulag og markmið vetrarins

Verkefni flokksins fyrir tímabilið verða kynnt 

Foreldrum gefin kostur á að taka þátt í foreldraráði og öðrum verkefnum

Önnur mál 


Hlökkum til að sjá ykkur öll. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar og góður félagsskapur um frábæra stráka 

Kveðja 

Þjálfarar og foreldraráð 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband