Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

SHELLMÓTIÐ Í EYJUM - STRÁKAR FÆDDIR 2003

Fresturinn til að skrá strákana á Shellmótið í Eyjum rennur út 3.apríl. Mótið í Eyjum er fyrir eldra árið, stráka fædda 2003.

Skráið þá við þessa færslu eða á netfangið6.flokkur.0304.kr@gmail.com

Mótið verður 26. - 29/30.júní.

Skráning á mótið er til 3.apríl og greiða þarf 5.000 krónur í staðfestingargjald í síðasta lagi 3.apríl.

Reikningur 512-26-2876 kt: 280875-3259

Það er ekki komið lokamótsgjald fyrir hvern dreng en það verður líklega 23-25 þúsund á hvern og einn.

Endilega kíkið inn á heimasíðu mótsins shellmot.is

Það eru komin drög að ferðum fyrir liðin í Eyjuna og heim aftur en þar er gert ráð fyrir drengjunum, þjálfurum og liðstjórum. Foreldrar og aðrir aðstandendur sjá sjálfir um að panta far fyrir sig.

KR KVEÐJA


Páskafrí.

Góða kvöldið.

Okkur þjálfurunum langar að þakka fyrir Goðamótið, strákaranir voru félaginu til mikils sóma og stóðu sig gríðarlega vel inn á vellinum og lögðu sig alla fram. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira.

Nú fer að líða að páskum og þá taka allir yngri flokkar félagsins sé stutt páskafrí. Síðasta æfing fyrir páska verður föstudaginn 22. mars og fyrsta æfing eftir páskafrí verður miðvikudaginn 3. apríl.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Óskar Már. 


Frí á æfingu á morgun 18. mars.

Góða kvöldið.

Þá er frábæru Goðamóti lokið og stóðu strákarnir sig frábærlega og voru KR til mikils sóma. Á morgun ætlum við að gefa frí á æfingu til að hlaða batteríin eftir helgina. Við sjáumst svo hressir á æfingu á miðvikudaginn.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Óskar Már. 


Goðamótið næst á dagskrá.

Góða kvöldið.

Það er heldur betur farið að styttast í Goðamótið hjá okkur. Í dag fengu strákarnir góða heimsókn á æfingu þegar Baldur Sigurðsson leikmaður meistaraflokks karla kíkti í heimsókn og spjallaði við strákana. Hann kom inn á marga góða punkta sem þarf að hafa í huga þegar farið er á mót. Helstu og mikilvægustu punktarnir sem hann nefndi voru:

Þegar farið er á mót er mikilvægt að vera í vel pússuðum og hreinum skóm, hreinum búning og með legghlífar.

Hugsa þarf vel um mataræði þegar farið er á mót, borða hollan og kolvetnaríkan mat til að hafa sem mesta orku meðan á móti stendur.

Til að ná árangri þarf að hvílast vel, því er mikilvægt að hlýða þeim reglum sem settar eru um ró á herbergjum og fara að sofa á þeim tíma sem ákveðinn er hverju sinni.

Mikilvægt að hlusta vel á þjálfara þegar þeir eru að kenna og leiðbeina, hvort sem það er í leik, fyrir leik, eftir leik eða milli leikja.

Mikilvægt að hlusta á alla þá sem koma að liðinu, liðsstjóra, gististjóra eða aðra foreldra.

Við þurfum að bera KR merkið stoltir, koma vel fram við alla sem að mótinu koma, á gististað, mótstað og í matsal. Þakka fyrir matinn, þakka fyrir leikinn við dómara, leikmenn andstæðinga og þjálfara andstæðinga. 

Gera eins vel og við getum í hverjum leik, vera duglegir að hjálpast að, hvetja og hrósa. Ef við leggjum okkur 100% fram í öllum leikjum er líklegt að við náum góðum árangri.

Þetta eru allt saman góðir punktar hjá Baldri og viljum við fara með þessa punkta í mótið um helgina, fara eftir þeim og njóta þess að spila fótbolta og skemmta okkur.

Með tilhlökkun til helgarinnar og KR kveðju, Haukur Már og Óskar Már. 


Enginn æfing í dag 6. mars vegna veðurs.

Góðann daginn.

Vegna veðurs verður enginn æfing í dag hjá okkur.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Óskar Már.


ELDRA ÁR - STRÁKAR FÆDDIR 2003

Nú er komið að skráningu á Shellmótið í Eyjum fyrir eldra árið, stráka fædda 2003.

Skráið þá við þessa færslu eða á netfangið 6.flokkur.0304.kr@gmail.com

Mótið verður 26. - 29/30.júní.

Skráning á mótið er til 15.mars og greiða þarf 5.000 krónur í staðfestingargjald í síðasta lagi 15.mars.

Reikningur 512-26-2876 kt: 280875-3259

Það er ekki komin lokamótsgjald fyrir hvern dreng en það verður 23-25 þúsund á hvern og einn.

Endilega kíkið inn á heimasíðu mótsins shellmot.is

Það eru komin drög að ferðum fyrir liðin í Eyjuna og heim aftur en þar er gert ráð fyrir drengjunum, þjálfurum og liðstjórum. Foreldrar og aðrir aðstandendur sjá sjálfir um að panta far fyrir sig.

KR KVEÐJA


KÓLUS - EGG OG BOLTAR - PANTA Í DAG

Minnum á að panta OG borga í dag!

Reikningsnúmerið er 701-26-2428 kt. 280179-3379 (Þórdís Þórhallsdóttir)

Þið greiðið kostnaðinn og haldið eftir gróðanum.

PÁSKAEGG OG BOLTAR

Sæl öll,
Þá er næsta fjáröflun til að standa straum af kostnaði við Goðamót, Laugavatnsmót og Eyjamót.

Páskaeggið er 900 gr. Við greiðum 2150 kr. Mælumst til að það verði selt á 3100 kr
Páskaboltinn er 900 gr. Við greiðum 2250 kr. Mælumst til að það verði selt á 3100 kr. (er ca. jafnstór og handbolti)

Innihaldið er: Þristur, olsen olsen, kúlusúkk, snjóboltar, lakkrískrítar, súkkulaðisveepir, smarties, skittles, fílakaramellur og fleira og að sjálfsögðu málsháttur.

Við pöntum 4. mars og fáum egginn afhent 14. mars.
Þið greiðið um leið og pantað er, ef ekki er greitt verður ekki pantað fyrir þann aðila.

Ég sendi ykkur reikningsnúmer um mánaðarmótin.

Bestu kveðjur
Þórdís og Anna Kristrún


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband