Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Æfingar falla niður í dag 17.12

Sæl

Það verður ekki æfing hjá strákunum í dag vegna veðurs!

kv
Doddi, Atli og Margeir


Æfingarnar í dag falla niður vegna veðurs!

Sæl öll

Vegna þess hve veðrið er leiðinlegt í dag þá verða ENGAR æfingar hjá 6. flokk í dag.

kv.
Doddi, Atli og Margeir


Mánaðarpistill fyrir nóvember

Sæl öll! Þá er nóvember liðin og kominn desember kominn. Það er búið að vera svolítið kalt á okkur á æfingum undanfarið, en ef allir koma vel klæddir þá sleppur það alveg, við erum nefnilega svo miklir naglar í 6.flokk. :)

Í nóvember var mikið um að vera. Við æfðum vel og erum við þjálfararnir mjög ánægðir með hversu vel strákarni mæta á æfingar. Það er bara eitt sem þarf að laga í sambandi við það en það er að minna menn á hversu mikilvægt er að mæta á réttum tíma. Það eiga allir að vera mætir og tilbúnir til að byrja þegar æfingin þeirra á að hefjast!

Við héldum áfram í nóvember að æfa þá hluti sem við höfum verið að taka í gegn í haust, sendingar, móttaka og samspil voru þar ofarlega á baugi ásamt að sjálfsögðu fleiri hlutum. Við höfum aðeins breytt hjá okkur æfingunum og fækkað þeim æfingum þar sem er stöðvaþjálfun og í staðinn skipt strákunum í þrjá hópa sem eru hjá saman þjálfaranum alla æfinguna. Það hefur gefist vel, mun meiri ró er á hópnum og allir að fá meira út úr æfingunum með þessu.

Við höfum líka haldið áfram að ræða um hegðun og framkomu á æfingum og hefur sá þáttur lagast, en betur má ef duga skal, og ætlum við halda áfram með þetta í vetur.

Við spiluðum svo æfingaleiki í nóvember sem gengu bara glimrandi vel. Yngra og eldra árið fóru í Hafnarfjörð sunnudaginn 23. nóvember og var spilað við FH. Það fengu allir að spila mikið og strákarnir stóðu sig mjög vel. Eldra árið spilaði svo við Gróttu 27. nóvember og gekk það líka vel. Við stefnum svo á að taka æfingaleiki í janúar við Valsmenn og látum við vita þegar nær dregur með tímasetningu á því.

Síðasta æfing fyrir jól veður 19.desember og við byrjum svo aftur að æfa þegar skólinn byrjar í janúar.

Doddi, Atli og Margeir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband