Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Upprifjun frá foreldrafundi

Á foreldrafundinum var farið yfir helstu atriði varðandi Goðmótið. Öll liðin settust saman og ræddu sín á milli um það hvað væri skemmtilegt að gera með strákunum áður en það verður haldið norður og hlutverk foreldra á Goðamótinu, s.s. liðstjóra, nesti, næturvörð og fleira í þeim dúr.

Maja mamma Skírnis Freys á eldra árinu ætlar að versla nesti fyrir strákana á Akureyri á föstudagsmorgninum svo það þarf einn úr hverju liði að geta tekið við nestinu frá henni þegar við fáum að fara inn í skólann sem verður milli 14 og 14:30 

KR gistir í Glerárskóla sem er alveg við Þórssvæðið, gert er ráð fyrir að byrja að spila fyrstu leiki kl. 15 á föstudeginum og að öllu sé svo lokið í síðasta lagi kl. 16 á sunnudeginum.

Haukur sagði frá því að þjálfararnir eru búnir að fastsetja dag þann 6.apríl fyrir mót í KR sem við höldum á Gervigrasinu. Þjálfararnir eru byrjaðir að fá lið til að taka þátt í því móti og við stefnum á að gera eins og síðast var hugsað, að fá foreldra til að hjálpa til við bakstur og í sölu þennan dag svo endilega takið hann frá. Haukur og Óskar segja nánar frá þessu þegar nær dregur. 

Að lokum minni ég svo alla þá sem eiga eftir að greiða 3.000 krónur fyrir Goðamótið að gera það í síðasta lagi 1.mars. (þeir sem borguðu 10.000 1.feb, þurfa að greiða 3.000 núna) Heildarverð fyrir Goðamótið er 13.000 krónur. 

 Kveðja Dóra 


Frí föstudaginn 22. febrúar.

Góða kvöldið.

Þessi vika verður örlítið frábrugðin öðrum vikum hjá okkur. Þar sem það eru vetrarfrí í flestum grunnskólum Reykjavíkur fimmtudag og föstudag í þessari viku ætlum við að taka okkur frí á æfingu á föstudaginn.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Óskar Már. 


Goðamót - Fundur og liðsskipan.

Góða kvöldið.

Núna fer að líða að Goðamóti og því mikilvægt að klára allan þann undirbúning sem eftir er. Það eru allir búnir að greiða staðfestingargjaldið og við erum að fara með 8 lið norður. Við erum búnir að bóka félagsheimilið í KR fyrir foreldrafund, þriðjudaginn 19. febrúar klukkan 20:00. Mikilvægt að fá fulltrúa frá öllum drengjum á fundinn því við ætlum að fá foreldra til að raða sér niður eftir því hvaða liði þeirra drengur er í svo hægt sé að undirbúa alla þá vinnu sem eftir er, s.s. liðsstjóra og gististjóra svo eitthvað sé nefnt. Við þjálfararnir erum búnir að raða niður í lið fyrir mótið og eru þau sem hér segir:

KR 1 - Sigurpáll (m), Krummi, Skírnir, Haraldur, Eiður, Aron Nói, Róbert Logi og Freyr.

Lið 2 - Markús Loki (m), Einar Björn, Daníel Snær, Tristan, Birgir Steinn, Einar Zoega, Tómas Zoega og Gunnar Zoega.

KR 3 - Breki (m), Flóki, Kristján Ingi, Jökull, Magnús Máni, Birkir Blær, Hringur, Sindri og Egill Andri

KR 4 - Bjarki Finns (m), Úlfur Páll, Bjartur Eldur, Arnar Hrafn, Baddi, Gunnar Sigurjón, Þorkell, Kristján Örn og Snorri.

KR 5 - Óli Björn (m), Tryggvi, Kristján Dagur, Arnar Logi, Bjartur Máni, Héðinn, Helgi Níels og Aron Bjarki.

KR 6 - Hrafnkell Goði (m), Jökull Tjörva, Pétur Reidar, Atlas, Styrmir, Viktor Már, Konráð, Ólafur Jökull, Styrkár og Gylfi Blöndal.

KR 7 - Daníel Bonderev (m), Ari Páll, Kormákur, Magnús Nói, Ísar, Dagbjartur, Orri Kárason, Almar og Óskar Runólfs.

KR 8 - Siddi, Ari Ben, Gísli, Jón Arnór, Tómas Atla, Dagur, Einar Geir, Stefán Orri og Daníel Örn.

 

Með KR kveðju, Haukur Már og Óskar Már. 


Fylkismótið sunnudaginn 10 febrúar.

Sæl kæru foreldrar og leikmenn.

Þá er mótið loks komið á hreint hjá Fylkismönnum og við búnir að raða í lið fyrir sunnudaginn. Eins og við vorum búnir að tala um ætlum við að horfa á þetta mót sem undirbúning fyrir Goðamótið í mars og verða því liðin um helgina lík þeim sem verða á Goðamótinu. Endanleg lið fyrir Goðamótið koma eftir helgi, mánudag eða þriðjudag. Mótsgjaldið á mótið hjá Fylki er 1000 krónur og viljum við biðja eitt foreldri í hverju liði að rukka mótsgjald fyrir hvert lið og koma því til þjálfara. Mótið á sunnudaginn er spilað í tveimur hollum, það fyrra á að mæta klukkan 9:30. Byrjað að spila um klukkan 10:00 og áætluð mótslok eru klukkan 12:30. Seinna hollið á að mæta klukkan 12:00. Byrjað að spila um klukkan 12:30 og áætluð mótslok um klukkan 15:00. (m) er skammstöfun fyrir markmenn.

Fyrra holl: Mæting 9:30

KR 4: Úlfur Páll (m), Þorkell, Egill Andri, Styrkár, Kristján Örn, Bjartur Máni, Helgi Níels, Steinar og Halldór Örn.

KR 5: Óli Björn (m), Aron Bjarki, Tryggvi, Héðinn, Kristján Dagur, Arnar Logi, Gylfi Blöndal, Jóhannes Kristinn og Bjartur Eldur.

KR 6: Daníel Bonderev (m), Ari Páll, Kormákur, Magnús Nói, Ísar, Dagbjartur, Jón Jörundur, Konráð, Viktor Már og Styrmir.

KR 7: Hrafnkell Goði (m), Gunnar Sigurjón, Baddi, Atlas, Ólafur Jökull, Almar, Jökull Tjörva, Daníel Örn, og Óskar Runólfs.

KR 8: Siddi, Ari Ben, Jón Arnór, Dagur, Orri, Einar Geir, Stefán Orri, Hilmar, Jóhann Kumara og Benedikt. 

Seinna holl: Mæting 12:00

KR 1: Sigurpáll (m), Krummi, Skírnir, Eiður, Aron Nói, Róbert Logi, Haraldur og Freyr.

KR 2: Bjarki Finns(m), Birgir Steinn, Einar Björn, Tristan Elí, Daníel Snær, Jökull, Flóki og Kristjan Ingi.

KR 3: Breki (m), Einar Z, Tómas Z, Gunnar Z, Magnús Máni, Birkir Blær, Helgi Níels, Sindri Thor og Snorri.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Óskar Már.


MÓT HJÁ FYLKI 10.FEBRÚAR Á SUNNUDEGI

Við vorum að fá boð á mót hjá Fylki. Það væri mjög gaman að taka þátt í þessu móti og nota það jafnvel sem upphitun fyrir Goðamótið. Við verðum búnir að setja lið saman fyir Goðamótið og gaman væri að hafa þau á Fylkismótinu svo strákarnir geti æft sig að spila saman.

Við erum ekki búnir að fá endanlega niðurröðun leikja en mótið verður á gervigrasi Fylkis í Árbænum og þátttökugjaldið er 1.500 krónur á dreng. Innifalið í því eru 4 leikir og pizzuveisla í lok móts. Gróf áætlun er 10:00-12:00, 12:00-14:00, 14:00-16:00. Við viljum biðja ykkur að vera mætt 35 mínútum fyrir fyrsta leik. Við eigum svo eftir að fá sendar nánari upplýsingar um mótið.

Við hvetjum ykkur til að skrá drengina ykkar á þetta mót, það getið þið bæði gert við bloggfærsluna um mótið eða sent það í tölvupósti á netfang flokksins 6.flokkur.0304.kr@gmail.com

Með bestu kveðju

Þjálfarar 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband