Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Bakstur og vaktir fyrir fótboltamótið

Ég var að senda póst á þá sem tóku að sér að baka fyrir fótboltamótið 13.október. Ef þið hafið ekki fengið póst en viljið taka að ykkur bakstur þá endilega sendið póst á fotbolti2003@gmail.com Sortirnar sem við ætlum að baka eru: pizzasnúðar, skúffukaka og muffins.

Við fáum aðgang að Frostheimum og verðum með kaffi- og kökusöluna þar. Það er ekki búið að setja niður vaktaplan fyrir kökusöluna og verðlaunaafhendingu svo endilega sendið mér línu ef þið viljið taka að ykkur vaktir þar. Við gerum ráð fyrir að hver vakt verði tveir klukkutímar.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi bakstur eða vaktaskipulag þá endilega sendið mér línu.

Kveðja
Dóra
fotbolti2003@gmail.com


Netfang flokksins.

Sæl kæru foreldrar.

Við þjálfararnir erum búnir að búa til netfang fyrir flokkinn, þar er hægt að senda okkur línu ef einhverjar fyrirspurnir eru varðandi allt sem tengist flokknum. Einnig munum við notast við netfangið í skráningar á þau mót sem við ætlum að fara á á þessu tímabili.

Netfang flokksins er 6.flokkur.0304.kr@gmail.com

Kveðja, þjálfarar 6. flokks drengja.


Upplýsingar frá foreldrafundinum

Sælir kæru foreldrar.

 

Takk kærlega fyrir fundinn í gær, frábært að sjá svona marga J

 

Á fundinum var farið yfir mót vetrarins, fjáraflanir og æfingatíma strákanna.

 

Mótin sem farið verður á eru:

-          Keflavíkurmót í lok október 2012 (bæði eldri og yngri)

-          Goðamótið á Akureyri 22.-24.mars?? 2013 (bæði eldri og yngri)

-          Vinamótið á Laugarvatni, fyrsta helgin í júní 2013(yngra ár)

-          Shell mótið í Eyjum 26.-29.júní 2013 (eldra ár)

 

Það kom hugmynd frá þjálfurunum að stefna á fótboltasnillinginn fyrir jólafrí.

 

Við ætlum að halda fjáröflunarmót fyrir strákana okkar í KR laugardaginn 13.október 2012. Þá þurfa allir að hjálpast að. Það þarf foreldra í bakstur, vaktir í sjoppu, vaktir í verðlaunaafhendingu, liðstjóra og fleira. Það voru fjöldamargir sem buðu sig fram í gær í þessi hlutverk og hvet ég ykkur sem ekki komust á fundinn til að senda póst á fotbolti2003@gmail.com. KR strákar munu ekki greiða mótsgjald en gert er ráð fyrir því að einhver aðstoði frá hverjum strák sem tekur þátt í mótinu.

Við stefnum á að mótið verði frá 8:30 – 15:30, en það þarf að gera ráð fyrir undirbúningi aðeins áður og tiltekt í lokin. Hvert lið mun spila 4 leiki og að öllum líkindum munu meistaraflokksleikmenn dæma leikina. Í lok móts fá allir þátttakendur pizzusneið, drykk og verðlaunapening. Wilsons pizza styrkir okkur um allar pizzurnar.  

 

Í apríl stefnum við svo á að halda áheitabolta líkt og við gerðum fyrir rúmu ári, þar sem strákarnir spila fótbolta í ákveðna klukkutíma og fá fólk til að heita á sig.

Það var einnig stofnuð fjáröflunarnefnd fyrir aðra fjáröflun s.s. klósettpappír, páskaegg og fleira. Það eru Anna móðir Birgis á yngra ári og Þórdís mamma Arnars Loga á eldra ári sem tóku það að sér.

 

Að lokum ræddum við æfingatíma strákanna þar sem foreldrar eldra árs hefðu óskað eftir því að þeir fengju að vera á fyrri æfingunni, þar sem eldra árið er síður í Frostheimum og langur tími líður frá skóla fram að æfingu. Þetta var rætt og ákveðið var að hrófla ekki við æfingatímum þar sem foreldrar yngra árs væru flestir búnir að gera ráðstafanir út frá þeim æfingatíma sem nú er.  Þeim skilaboðum verður þó komið áfram til KR að betra sé að hafa eldra árið á fyrri æfingatíma í framtíðinni.

 

 

Kær kveðja

Foreldrafélagið og þjálfarar


FORELDRAFUNDUR 17.SEPTEMBER KL.20:00

Næsta mánudag þann 17.september klukkan 20:00 verður haldinn foreldrafundur fyrir 6.flokk

 

  • Mikilvægt er að mætt verði frá öllum strákum 6.flokks því við ætlum að fara yfir þau mót vetrarins sem stefnt er að.
  • Við ætlum að halda fjáröflunarmót í október og þar þurfa allir að hjálpast að.

 

 

Sjáumst á mánudaginn!!!


Ný bloggsíða flokksins

Kæru leikmenn og foreldrar.

Við erum búnir að stofna nýja bloggsíðu fyrir flokkinn sem við þjálfarar munum nota til að koma upplýsingum um allt sem varðar flokkinn. Einnig munum við birta hér allar þær upplýsingar sem foreldaráðið í flokknum vill koma til ykkar. Það er einnig uppi hugmynd um að stofna Facebook hóp, það eru margir sem nota Facebook dags daglega og því teljum við það hentugt. Því munu upplýsingar bæði koma hér inn á bloggið og í Facebook hóp flokksins. Við erum ekki búnir að búa til þann hóp og munum láta vita hér á blogginu þegar sá hópur hefur verið stofnaður. Hópurinn mun vera lokaður og einungis foreldrar æi flokknum fá aðgang að þeirri síðu.

Það er margt á döfinni strax í október, við munum halda fjáröflunarmót og einnig langar okkur þjálfurunum að fara á Keflavíkurmótið. Það eru ekki komnar endanlegar dagsetningar á þessi mót en við munum birta þær um leið og við fáum þær.

Kveðja, þjálfarar 6. flokks karla, Haukur Már og Óskar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband