Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Jólafrí - 14. desember - 3. janúar.

Sæl kæru foreldrar og leikmenn.

Núna þegar það fer að styttast í jólin kemur að jólafríi í fótboltanum. Jólafríið í fótboltanum verður frá 15. desember til 3. janúar. Fyrsta æfing á nýju ári 2013 verður því miðvikudaginn 3. janúar.

Við þjálfararnir eru mjög ánægðir með það sem við höfum séð til strákana núna fyrir jól, sjáum stöðugar framfarir á æfingum og drengirnir búnir að standa sig frábærlega í þeim leikjum sem við höfum spilað. Við hlökkum mikið til þeirra verkefna sem bíða okkar eftir áramót. Fyrsta verkefni sem bíður okkar á nýju ári er Njarðvíkurmótið sem yngra árið fer á þar sem eldra árið fór á Keflavíkurmótið. Goðamótið er svo í mars þar sem skráningin hjá okkur er mjög góð og erum við þjálfarnir mjög ánægðir með það. Við munum svo áfram vinna í því að fá æfingaleiki.

Að lokum viljum við óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári 2013.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Óskar Már.


Æfingaleikur við Fylki í Árbæ - 8. desember.

Góða kvöldið.

Við ætlum að spila æfingaleik við Fylki núna á laugardaginn 8 desember. Yngra árið spilar frá 10-11, mæting klukkan 9:30. Eldra árið spilar frá 11-12 og mæting klukkan 10:30. Núna þurfum við að fá skráningu á mótið sem fer fram hér á blogginu. Við munum ekki senda út liðin að þessu sinni heldur röðum við upp liðunum á mótsstað.

Kveðja, Óskar og Haukur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband