Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Búllumót KR þann 5.apríl á laugardaginn kemur

Sælir kæru foreldrar  

Mótið er ætlað drengjum í 6.flokki í Knattspyrnu.

Þau lið sem munu keppa á mótinu okkar hérna úti í KR eru eftirfarandi: FH - Stjarnan - Fjölnir - Valur - Keflavík - ÍA - Fram - Álftanes og auðvitað gestgjafarnir KR.

Útfærslan á mótinu er svona : Spilað er á 4 völlum á gervigrasinu og spilað er í 6 styrkleikaflokkum. Hver leikur er 12 mínútur og 3 mínútur á milli leikja. 7.manna bolti er spilaður Yngra árs drengir spila um morguninn og svo eldra árið. Tveir styrkleikaflokkar spila í einu og er gert ráð fyrir að hvert holl sé tveir og hálfur tími.

Endilega skráið strákana ykkar sem allra fyrst á mótið. Gaman fyrir strákana að halda sitt eigið mót á heimavelli!

Getið skráð strákana Hér á heimasíðunni http://6-flokkurkr.blog.is eða á netfangi flokksins: 6.flokkur.0304.kr@gmail.com

Kveðja Óskar Már og Haukur Már


Alvogen merking á keppnistreyjur strákanna - á morgun föstudag milli 16 og 17

sÆL ÖLL
 
Alvogen hefur ákveðið að styrkja mótið okkar sem við höldum 5.apríl n.k.
 
Þeir vilja auðvitað að strákarnir okkar séru merkti þeim en ekki Eimskip og því verður hægt að láta setja Alvogen merkið yfir Eimskip á treyjur drengjanna. 
 
Þetta verður gert út í KR heimili á morgun föstudag milli 16 og 17
 
Best væri ef strákarni kæmu með treyjurnar þegar þeir mæta á æfingu og við skellum þessu á ámeðan æfingu stendur
 
Einnig er hægt að koma með peysur í afgreiðsluna út í KR fyrir klukkan 16:00 í poka og merkja pokann með nafni og sækja eftir klukkan 17:00
 
Minni svo á skráningu á Búllumótið sjálft á blogginu eða í tölvupósti
 
og skráning foreldranna á verkefnalistann góða - enn eru einhver verkefni laus neðar á blaðinu
 
Til að skrá sig bara ýta HÉR
 
 
Kveðja
 
Rósa

Foreldrafundurinn - fundargerðin - Allir LESA

Heil og sæl
 
Það var góð stemming á Foreldrafundinum í kvöld vegna Búllumótsins 5.apríl n.k.
 
Hér eru upplýsingar sem settar voru fram á fundinum
 

Búllumótið 5.apríl 2014

Mótið er ætlað drengjum í 6.flokki í Knattspyrnu.

58 lið eru að koma til og eru Félaögin sem eru að koma til okkar eru

 

FH - Stjarnan - Fjölnir - Valur - Keflavík - ÍA - Grótta - Fram - Álftanes og auðvitað gestgjafarnir KR

 

Fótboltinn

Spilað er á 4 völlum á gervigrasinu og spilað er í 6 styrkleikaflokkum. Hver leikur er 12 mínútur og 3 mínútur á milli leikja. 7.manna bolti er spilaður

Yngra árs drengir spila um morguninn og svo eldra árið. Tveir styrkleikaflokkar spila í einu og er gert ráð fyrir að hvert holl sé tveir og hálfur tími.

 

Dómararmál

Dómarar eru úr 2. og 3. Flokki og sér KR um að græja það fyrir okkur. 

 

Sjoppan

Sjoppan og aðstaða milli leikja verður í Eldheimum, skúrarnir við hliðina á gervigrasinu. Þar verður mótttaka liða og greiða liðin þátttökugjaldið þar.

Ýmislegt verður selt í sjoppunni, drykkir, veitingar í hollari kanntinum , kaffi, kakó og annað smotterí. sælgæti verður ekki á borðstólnum.

Búllan grillar borgara fyrir utan og heldur alveg utan um það. Við greiðum smá hluta með hverjum borgara eða 140 krónur. Hægt verður að kaupa viðbótar borgara fyrir þá sem vilja. Þjálfarar og dómarar fá frían borgara og drykk.

Niðurskornir ávextir verða í boða fyrir þátttakendur mótsins líkt og var í fyrra.

 

Verðlaun

Búlluborgari og drykkur er komið höfn. En við erum að vinna að öðrum verðlaunum.

 

Okkar drengir

Við gerum ekki ráð fyrir að okkar drengir greiði þátttökugjald en fá aðsjálfsögðu borgara og verðlaun sem eru í boði fyrir alla þátttakendur.   Skráning drengjanna á mótið er hægt að gera gera á blogginu eða senda tölvupóst

 

Aðkoma foreldra

Svona mót verður ekki að veruleika nema með aðkomu foreldra.  Hér er slóð á  verkefnalista þar sem foreldrar eru beðnir um að skrá sig á. Verkefnalisti Búllumótsins

 

Frekari skipulagning og samskipti vegna mótsins

Við gerum ekki ráð fyrir að halda annan fund vegna mótsins þannig frekari skipulagning og samráð verða í gegnum tölvupóst og síma.  Send verður áminning til allra um skráð verk.

 

Hlökkum til samstarfsins og auðvitað mótsins með ykkur öllum  

 

Kveðja

Undirbúningsnefndin Síkáta


Foreldrafundur - Miðvikudaginn 19.mars kl 20:00

Sæl Öll
 
Nú er Goðamótsverkefninu lokið og þakka ég ykkur kærlega fyrir skemmtilega helgi. 
 
En þá býður okkar næsta skemmtilega verkefni - okkar eigið mót :)
 
 
Foreldrafundur vegna mótsins verður haldin miðvikudaginn 19.MARS  kl:20:15 í stóra fundarsalnum í Frostaskjóli
 
Við vonumst til að sjá sem flesta á fundinum.  Það eru mörg handtök sem þarf að sameina til að mót eins og þetta geti gengið vel fyrir sig. 
 
 
Kveðja
 
Foreldraráð 6.flokks

Enginn æfing í dag mánudag - Stormviðvörun!

Sæll kæru foreldrar.

Gefinn hefur verið út stormviðvörun og á veðrið að standa sem hæst yfir milli klukkan 15 og 17 í dag, sem er á okkar æfingatíma. Því ætlum við að fresta æfingunni í dag og er því næsta æfing á miðvikudaginn. Á þeirri æfingu munum við fá heimsókn frá Baldri Sigurðssyni þar sem hann ætlar að ræða við drengina um mikilvægi þess að fara á mót, framkomu og ýmis atriði sem þarf a'ð hugsa um þegar farið er á mót.

Með KR kveðju, Haukur Már og Óskar Már

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband