Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

STAÐFESTINGARGJALD Á GOÐAMÓTIÐ

Ég minni á að greiða staðfestingargjald fyrir þátttöku á Goðamótinu. Þeir sem eru skráðir eiga að greiða staðfestingargjald í síðasta lagi á morgun 1.febrúar, 10.000 krónur.

Reikningur 512-26-2876 kt.280875-3259

Heildargjald fyrir mótið er 13.000 krónur og það þarf að greiða 3.000 krónur fyrir 1.mars næstkomandi.

Þjálfararnir ætla að setja liðin saman þegar staðfestingargjaldið hefur verið greitt og þá geta liðin hist og gert eitthvað saman og kynnst, bæði foreldrar og drengir.

Við verðum svo með foreldrafund vegna Goðamótsins þegar nær dregur, varðandi næturverði, liðstjóra, nestisfólk og fleira tengt mótinu.

KR-kveðja Dóra


ÁHEITABOLTI LAUGARDAGINN 26.JANÚAR 14:00-19:00

Sæl öllsömul.

Nú er áheitaboltinn á laugardaginn hjá strákunum.

Það er mæting kl: 14:00 út í KR.

Allir strákarnir eiga að koma með 300 krónur með sér og í lokin fá allir pizzu og kók.

Við áætlum að vera búin um 19:00

 


Skráning í Nóra.

Góðann daginn.

Nú þurfa allir að skrá sína drengi inn í Nóra kerfið. Mikilvægt er bæði fyrir okkur þjálfarana að fá allar helstu upplýsingar sem og félagið sjálft. Skráning í Nóra fer fram undir þessu urli https://kr.felog.is/ . Við viljum biðja ykkur um að vera búinn að skrá ykkar dreng fyrir 1. febrúar.

Með bestu kveðju, þjálfarar 6. flokks karla.


Njarðvíkurmót - Yngra ár - Liðsskipan

Góða kvöldið

Þá erum við þjálfararnir búnir að raða niður í lið fyrir mótið á sunnudaginn. Mótið fer fram í Reykjaneshöllinni og er þátttökugjald 1500 krónur sem er borgað á staðnum.

KR 1 – Freyr, Birgir Steinn, Bjartur Eldur, Hrafnar, Bjarki, Úlfur og Steinar - Kópadeildin – Mæting klukkan 11:15
KR 2 – Baddi, Jóhannes Kristinn, Ólafur, Styrmir, Hrafnkell Goði, Atlas og Viktor - Reykjanesdeildin – Mæting klukkan 13:30
KR 3 – Konráð, Ólafur Geir, Arnar Þorri, Björn Henry, Almar Orri, Gzim og Jökull Tjörvason - Stapadeildin – Mæting klukkan 13:30
KR 4 – Daníel Örn, Tómas Atlason, Jón Arnór, Óskar Orri, Ari Benedikts, Siddi, Símon og Hallgrímur - Víkingadeildin – Mæting klukkan 16:00

Með bestu kveðju, Haukur Már og Óskar.


Samantekt á foreldrafundi 14.janúar 2013

Sæl öllsömul og takk kærlega fyrir góðan fund.

- Yngra árið er að fara á Njarðvíkurmót sunnudaginn 20.janúar. Skráning fer fram hér á blogginu eða á netfangið 6.flokkur.0304.kr@gmail.com

- Áheitaboltinn verður bæði hjá yngra og eldra ári laugardaginn 26.janúar, klukkan 14:00 - 19:00. Hann verður spilaður inni í KR í stóra salnum. Drengirnir geta farið með blöðin og beðið fólk að heita á sig. Þeir sem ekki voru á fundinum og vantar áheitablað geta sent póst á fotbolti2003@gmail.com

- Markmannsæfingar verða á föstudögum klukkan 16:00 bæði eldra og yngra ár.

- Nú er skráningu lokið á Goðamótið á Akureyri og ákveðið var að sleppa alveg rútum, allir koma sínum drengjum norður. Mæting á Akureyri er um 14:00 líklega, nánari tímasetning kemur síðar.

Kostnaður á Goðamótið er 13.000 þar sem ekki verður farið með rútu.

Þeir sem fara á Goðamótið greiða 10.000 krónur í staðfestingargjald í síðasta lagi 1.febrúar á reikning 512-26-2876 kt. 280875-3259.    MUNIÐ AÐ SETJA NAFN DRENGS Í ÚTSKÝRINGU.

Þegar allir hafa greitt staðfestingargjaldið munu þjálfarar setja saman liðin fyrir Goðamótið og þá getum við farið að hittast með strákunum í hverju liði fyrir sig, hrist hópinn saman, fundið liðstjóra og fleira sem okkur dettur í hug. 

Svo er seinni greiðslan, 3.000 krónur, greidd í síðasta lagi 1.mars

- Það þarf að skrá alla strákana aftur í fótboltann, það er gert á heimasíðu KR kr.is, skráning og greiðsla æfingagjalda. Ef þið ekki vitið hvar á að gera þetta þá hafið samband við þjálfarana og þeir aðstoða ykkur við þetta. 

- Við minnum einnig á facebook síðu flokksins  kr6flokkurstrákar2012-2013  

Linkurinn er https://www.facebook.com/groups/385938841491111

Endilega skráið ykkur og drengina á skjalið sem heitir: Nafnalista allra í KR 6 flokki KR stráka  

 

KR kveðja :)

    


Foreldrafundur - Mánudaginn 14. janúar.

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Núna fer að styttast í Goðamótið á Akureyri sem fer fram í Boganum á Akureyri 15-17 mars. Mánudaginn 14. janúar ætlum við að halda foreldrafund vegna mótsins þar sem kynntir verða möguleikar á ferðaáætlun svo hægt sé að komast að heildarkostnaði vegna mótsins. Á fundinum verða teknar ákvarðanir hvernig þessu verður háttað hjá okkur og því mjög mikilvægt að fá fulltrúa frá hverjum dreng sem skráður er á mótið. Fundurinn verður klukkan 20:00 í félagsheimili KR.

Yngra árið hjá okkur er svo að fara á Njarðvíkurmótið 20. janúar sem verður haldið í Reykjaneshöllinni. Skráning fer bæði fram hér á blogginu sem og á netfang flokksins, 6.flokkur.0304.kr@gmail.com.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Óskar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband