Njarðvíkurmót og Goðamót

Heil og sæl öll.

 

Fyrst af öllu langar mig að biðja alla um að skrá drengina sína inní kerfið hjá flokknum þetta þarf alltaf að gera í byrjun hvers árs.Það eru alls ekki allir skráðir sem eru að mæta.Þetta er gert í gegnum kr.felog.is takk kærlega fyrir það.

 

Njarðvíkurmót:Nú er komið út leikjaplan fyrir mótið í Reykjaneshöll á sunnudag 7.febrúar og sendum við KRingar 3 lið til leiks.Það kostar 2000kr að taka þátt og greiðist mótsgjaldið bara á staðnum.Frábært væri ef eitt foreldri úr hverju liði gæti tekið við greiðslum og skilað til mótstjórnar.

KR 1 leikur í Fitjadeild og spilar frá 15:40-18:00 eftirtaldir leikmenn eru í því liði og mæta ekki síðar en 15:15 í Reykjaneshöll.

Magnús Valur,Kristinn Kolur,Jón Ernir,Jón Arnar,Logi Finns og Auðunn.

 

KR 2 leikur í Reykjanesdeild og spilar frá 15:15-18:00 eftirtaldir leikmenn eru í því liði og mæta ekki síðar en 14:50 í Reykjaneshöll.

Atli Heiðar,Tómas Aron,Þorsteinn Máni,Patryk,Kári,Audrick og Elías.

 

KR 3 leikur í Víkingadeild og spilar frá 09:20-12:00 eftirtaldir leikmenn eru í því liði og mæta ekki síðar en 08:55 í Reykjaneshöll.

Ólafur Helgi,Ólafur Þór,Boyan,Atli Dagur,Snæbjartur,Magnús Andri og Kormákur Ari.

Hlökkum til að sjá ykkur hress.

 

Goðamót:Fundur verður vegna Goðamóts í félagsheimili KR þriðjudaginn 9.febrúar klukkan 18:00.Eftirtaldir leikmenn eru skráðir á það mót og vonandi komast sem flestir foreldrar á fundinn.Ef drengurinn ykkar er á listanum en hann ekki að fara eða að drengurinn er ekki á listanum og ætlar sér að fara megiði endilega láta mig vita sem allra fyrst.

Eldra ár:Níels,Adam,Hlynur,Hrafn Ingi,Gísli Örn,Gunnar Magnús,Jón Ívar,Ottó,Antonie,Sölvi,Ísar,Hannes,Fjölnir,Tryggvi,Óliver Nói,Jóhann Jökull,Dagur,Óðinn,Eyþór Ari,Lars,Hjálmar,Jón Breki,Arnar Kári,Viktor Óli,Hilmir,Jakob,Konráð,Tómas F,Kári Ben.

 

Yngra ár:Magnús Valur,Jón Ernir,Þorsteinn Máni,Atli Heiðar,Kristinn Kolur,Tómas Aron,Jón Arnar,Magnús Andri,Logi,Ólafur Þór,Kolbeinn,Auðunn,Kormákur Ari,Oddur Alvar.

 

Mikið af upplýsingum en ég vona að þetta skiljist allt. Áfram KR

Fyrir hönd þjálfara.

Atli Jónasson


Goða og Njarðvíkurmót

Heil og sæl öllsömul.

Nú hefur farið fram kosning vegna Goðamótsins á Akureyri og niðurstaðan varð sú að rúmur meirihluti kaus með því að fara norður eða um 60 prósent og því höfum við nú skráð okkur til leiks.Mótið fer fram í Boganum á Akureyri helgina 11.-13.mars.Þáttökugjald á hvern þáttakenda er 10.500 kr og verður auglýst betur hvenær og hvert það greiðist.Innifalið í gjaldinu auk þáttökunnar er gisting í tvær nætur í skólastofu,kvöldverður á föstudegi og laugardegi,morgunverður laugardag og sunnudag og hádegisverður laugardag og sunnudag og frítt í sund.Síðustu ár hefur verið farið á einkabílum norður og að svo stöddu er gert ráð fyrir því aftur núna.Við munum taka fund snemma í febrúar til að fara yfir þetta betur með þeim sem ætla sér að taka slaginn sem ég vona að verði sem flestir því þetta er frábært verkefni fyrir flokkinn og alltaf gaman að heimsækja Akureyri.Við hefjum skráningu hér með og hvet ég fólk til að skrá sig sem fyrst eða fyrir 30.janúar þannig að við getum sent þeim staðfestan fjölda sem fyrst.Útskýring á skráningu neðst í færslunni.

 

Njarðvík:Eins og áður hefur komið fram er yngra árið 2007 á leið á Njarðvíkurmótið sunnudaginn 7.febrúar í Reykjaneshöll.Þetta er dagsmót og kostar á bilinu 2000-2500 að taka þátt sem greiðist bara á staðnum á mótsdag innifalið er auk þáttöku verðlaun og hressing að móti loknu.Leikjaplan hefur ekki enn verið gefið út en hver keppandi er í ca tvo-þrjá tíma á staðnum.

Skráning á bæði þessi mót fer fram í athugasemdarkerfinu fyrir neðan þessa færlu.Ef leikmaður er fæddur árið 2006 þá skráiði hann bara með nafni og fæðingarári en ef leikmaður er fæddur árið 2007 þá setjiði nafn og það eða þau mót sem þið skráið hann á.t.d Jón 2007 bæði mótin eða Jón 2007 Goðamót.

Vonandi skilst þetta og sem flestir skrái sig í þessi verkefni.

 

KR Kveðjur fyrir hönd þjálfara.

Atli Jónasson

s:7878226

 


Jólafrí

Heil og sæl öll.

Flokkurinn mun fara í jólafrí frá 16.desember-4.janúar.Síðasta æfing fyrir jól er semsagt miðvikudaginn 16.desember og fyrsta æfing á nýju ári er svo mánudaginn 4.janúar.

Við þjálfararnir óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

 

Bkv.Atli,Daði og Margeir.


Keflavíkurmót Liðskipan og Tímasetning (Breytt)

Heil og sæl öll.

 

Eins og áður hefur komið fram sendum við KR ingar 4 lið á Keflavíkurmót Laugardaginn 31.október einungis eldra ár (2006).Við munum senda 1 lið í Ensku,2 lið í Frönsku og 1 lið í Meistaradeildina og er liðskipan og tímasetningar eftirfarandi.

 

Franska deildin lið 1 mæting í Reykjaneshöll 15:15 og móti lýkur 18:27

Óðinn,Þórður,Hrafn Ingi,Hjálmar,Jóhann Jökull,Dagur,Óskar,Þorkell Breki og Trostan.

 

Meistaradeildin mæting  í Reykjaneshöll 12:00 og móti lýkur 15:36:

Hlynur,Tryggvi,Þorsteinn,Kári Ben,Viktor Óli,Adam Berg,Ísar Hólm,Sölvi og Lúkas.

 

Enska deildin mæting í Reykjaneshöll 15:15 og móti lýkur 18:27:

Lars,Konráð,Hannes,Arnar Kári,Aron,Jakob,Jón Ívar,Ottó og Gunnar Magnús.

 

Franska deildin lið 2 mæting í Reykjaneshöll 15:15 og móti lýkur 18:27:

Ari,Níels,Gísli Örn,Antonie,Jökull,Björn Darri,Hilmir P,Óliver Nói og Fjölnir.

 

Svo þarf helst eitt foreldri úr hverju liði að safna saman þáttökugjaldinu sem greiðist bara á staðnum 2500kr á haus og greiða í afgreiðslunni. Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Bestu kveðjur.Þjálfarar


Foreldrafundur og skráning á Keflavíkurmót

Heil og sæl öll.

 

Við munum halda foreldrafund fyrir 6.flokk karla í félagsheimili KR Fimmtudaginn 15.október klukkan 19:00-20:00.Það verður heitt á könnunni svo vonandi sjáum við sem flesta.

 

Keflavíkurmót: Eins og ég sagði frá um daginn þá förum við með eldra árið(2006) á mót í keflavík laugardaginn 31.október.Ég skráði 3 lið en reyni að fjölga þeim ef þáttakan verður meiri en sá fjöldi.Þetta er dagsmót og kostar 2500kr.á haus sem greiðist á staðnum innifalið í því auk þáttökunar er pizzuveisla og verðlaunapeningur.Endilega skráið ykkar dreng í athugasemdarkerfinu fyrir neðan þessa færslu fyrir 22.Október svo röðum við í lið og tilkynnum liðskipan og tímasetningar.

 

KR kveðja:Þjálfarar


Æfingaleikur og Mót

Heil og sæl öll.

Veturinn fer mjög vel af stað hjá okkur í 6.flokki og erum við þjálfrarnir mjög ánægðir með drengina.

Laugardaginn næsta þann 10.Okt ætlum við að fara með allan flokkinn og spila æfingaleiki við Val á Valsvellinum að Hlíðarenda.

Yngra árið(2007) spilar frá 9:30-10:30 og er mæting hjá þeim á Valsvöll klukkan 9:10.

Eldra árið(2006) spilar frá 11:00-12:00 og er mæting hjá þeim á Valsvöll klukkan 10:40.

Við vonumst til að sjá sem allra flesta á Laugardaginn.

 

Svo ætlum við að fara með eldra árið(2006) á Keflavíkurmót laugardaginn 31.Okt en það verður auglýst betur á næstu dögum/vikum en endilega að taka þann dag frá þeir seim hugsa sér að koma með í það.Yngra árið fer svo vonandi á sambærilegt mót eftir áramót.

 

Fyrir hönd þjálfara.Atli Jónasson


Æfingatímar í vetur

Hei og sæl öll.

Við hefjum æfingar aftur Mánudaginn 31.Ágúst og æfingar verða á eftirfarandi tímum.

Yngra ár (2007) Mán,Mið og Föst frá 15.00-16:00

Eldra ár (2006) Mán,Mið og Föst frá 16:00-17:00

Allar æfingar fara fram á gervigrasinu.

5.flokkur er enn að klára sitt tímabil og því mun 2005 árgangurinn æfa með 6.flokki fyrstu tvær vikurnar þeir æfa mán,mið og föst frá 15:00-16:00 svo færast þeir upp um flokk að tveimur vikum liðnum.

Bestu kveðjur:Þjálfarar


Frí og skipting

Heil og sæl öll

Það verður frí hjá okkur alla næstu viku og svo verður skiptingin á milli flokka strax í þarnæstu viku.Vil nota tækifærið og þakka öllum fyrir sumarið.Svo fara þjálfaramál að skýrast og það verður allt auglýst nánar á næstu dögum.

 

Bestu kveðjur.

Atli


Úrslitakeppni Pollamóts KSÍ

Heil og sæl öll.

 

Nú er komið að úrslitakeppni Pollamótsins og eigum við KRingar 4 lið í keppninni og þau eru A1,A2,C2 og D2.Leikið er í tveimur fjögra liða riðlum og svo spilað um sæti.C2 og D2 spila á Akranesvelli Miðvikudaginn 19.Ágúst og A liðin bæði spila á Framvelli í Úlfarsárdal Fimmtudaginn 20.Ágúst.Það væri frábært ef við gætum fengið staðfestingu hjá öllum um hvort drengurinn komist þannig að við getum bætt leikmönnum í liðin ef það vantar menn endilega staðfestið komu drengsins í athugasemdarkerfið hér að neðan fyrir Mánudaginn 17.ágúst.

 

Akranesvöllur 19.ágúst mæting 14:30 og áætluð mótslok eru í kringum 19:00.

 

C2:Óðinn,Dagur,Antonie,Fjölnir,Jökull,Óskar,Björn Darri og Tristan.

D2:Bergþór,Einar Elís,Jakob Árni,Kristófer,Leó,Snorri B,Örlygur og Valgeir.

 

Framvöllur Úlfarsárdal 20.ágúst mæting 14:30 og áætluð mótslok í kringum 19:00

 

A1:Árni,Ólafur Geir,Jóhannes Kristinn,Bensi,Björn Henry,Patrik og Arnar A.

A2:Lúkas E,Gísli,Einar Björn,Arnar Þorri,Símon P,Sólon og Kári Björn.

 

Svo erum við að vinna í að fá leik eða leiki fyrir allan flokkinn áður en tímabilið klárast.

 

Bestu kveðjur.Þjálfarar


Sumarfrí

Heil og sæl öll

Það verður smá frí hjá okkur í kringum verslunarmannahelgina.Síðasta æfingin fyrir það er Miðvikudaginn 29.júlí og svo byrjum við aftur Fimmtudaginn 6.ágúst

 

KR kveðja 

Þjálfarar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband